You are here

Hvað stendur til?

Eins og þið sjáið hér á síðunni þá gengur þetta allt út á Wilson Kipketer núna í Nóvember og er það fyrsta verkefnið sem ég tek að mér í nafni þessa nýja fyrirtækis með aðstoð Fríðu Rún Þórðardóttur og Hans Uurike. En hvað er þá í burðarliðnum eða á döfinni í framhaldinu?

Það sem verið er að vinna í er að fá eftirfarandi aðila til landsins til fyrirlestra eða námskeiðahalds:

1. Carolina Kluft frá Svíþjóð sem er fyrrverandi Ólympíu, Heims og Evrópumeistari í sjöþraut
2. Loreen Seagrave og Dan Pfaff sem eru Bandaríkjamenn og sérfræðingar í hraðaþjálfun
3. Asafa Powell frá Jamaika sem hefur hlaupið 100m á 9.72sek og átti heimsmetið á tímabili og hans umboðsmaður Paul Doyle frá Bandaríkjunum sem er fyrrverandi þjálfari Guðrúnar Arnardóttur
4. Fuzz Ahmed landsliðsþjálfari í hástökki frá Bretlandi og þjálfari Robbie Krabarz Evrópumeistara í hástökki. Fuzz hefur líka unnið sem leikari og listamannnafn hans er Alex Caan
5. Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari Noregs í kvennahandbolta frá Selfossi
6. Koji Murofushi heimsmeistari í sleggjukasti frá Japan
7. Raul Rebane frá Eistlandi, nánur samstarfsmaður frá Tallinn sem er skipulagsráðgjafi

Þessu er verið að vinna í núna og munu upplýsingar um þróun mála vera auglýst hér á www.vesteinn.com um leið og þær liggja fyrir. En allt fer þetta auðvitað eftir þátttöku ykkar í þessum fyrirlestrum og námskeiðum en auðvitað vonum við sem að þessu stöndum að þetta mælist vel fyrir.

Kveðja

Véddi