You are here

Wilson Kipketer á Íslandi

Fyrsti heimsfægi íþróttamaðurinn sem ég kem með mér til Íslands er Wilson Kipketer og er ástæðan einföld. Ég skrifaði niður 25 nöfn sem voru áhugaverð og ég setti Wilson efstan á listann.

Wilson Kipketer kynntist ég þegar ég var landsliðsþjálfari í köstum á árunum 2003-2006 í Danmörku og var hann þá ennþá að hlaupa. Ég heillaðist af Wilson og hann varð minn uppáhaldshlaupari með sinn létta og mjúka hlaupastíl, það var alger unun að horfa á hann hlaupa.

Þá var ég ekki síður heillaður af persónunni á bak við hlauparann því sjaldan eða aldrei hef ég kynnst öðrum eins öðlingi og ljúfmenni.

Wilson Kipketer ( 12 December 1972) er fæddur í Kenía en gerðist seinna Danskur ríkisborgari og keppti fyrir Danmörku sem millivegalengdahlaupari. Wilson á ennþá heimsmetin innanhúss í 800m og 1000m, en heimsmet hans utanhúss í 800m var fyrst slegið núna í sumar af David Rudisha.

Á sama tíma sem hann var lang besti 800m hlaupari heims í um áratug og ósigraður á þríggja ára tímabili og hljóp 8 af 17 bestu 800m tímunum í sögunni, þá vann hann aldrei Ólympíugull.

Aftur á móti varð Wilson heimsmeistari þrisvar sinnum í röð. Heimsmet hans utanhúss í 800m hlaupi (1:41.11) stóð í 13 ár.

Árangur

OLYMPÍULEIKAR
SILFUR - Sydney 2000
BRONS - Aþena 2004

HEIMSMEISTARAMÓT
GULL – Gautaborg 1995
GULL - Aþena 1997
GULL - Sevilla 1999

HEIMSMEISTARAMÓT INNANHÚSS
GULL – París 1997
SILFUR - Maebashi 1999
SILFUR - Birmingham 2003

EVRÓPUMEISTRAMÓT
GULL - Munchen 2002

Viðurkenningar
Íþróttamður ársins í karlaflokki í Evrópu 1997
Frjálsíþróttamaður ársins í karlaflokki í heiminum 1997

Við bjóðum Wilson Kipketer velkominn til Íslands.

Kveðja

Véddi