You are here

Opnun á Vesteinn.com

Þessi síða sem ég er að koma af stað núna í mínu eigin nafni er engin ný hugmynd, miklu heldur eldgömul og hefur þróast í huga mér lengi. Ástæðan er einföld eins og textinn UM VÉSTEIN segir hér að ofan:

‘‘Ísland á hug minn allan þrátt fyrir að ég hafi verið búsettur erlendis í yfir 26 ár. Ég hef mikinn áhuga á hinum og þessum málefnum eins og stjórnmálum, félagsmálum, menntun, heilsufari auk þess sem fjölmiðlar hafa alla tíð heillað mig.’’

Hér er því meiningin hjá mér að láta eitthvað gott af mér leiða . Ég mun því skrifa greinar og tjá mig um hin ýmsu málefni sem ekki tengjast þó kringlukasti þar sem www.globalthrowing.com sér um það. Ég mun í gegnum þessa síðu vinna að mismunandi verkefnum í samvinnu við Íslendinga og aðra sem mikið mun tengjast námskeiðum og fyrirlestrum og öðru sem ég hef áhuga á. Auðvitað munu íþróttir og heilsa vera þar í stóru hlutverki en ég hef þó hug á að opna ýmsar aðrar dyr samfélagsins og reyna að komast inn.

Allt er þetta gert í þeirri meiningu að byggja upp en ekki brjóta niður. Ég er bjartsýnismaður að eðlisfari og trúi á nútíðina og hef engann áhuga á að velta fortíðinni of mikið fyrir mér nema til þess að breyta rétt í framtíðinni.

Þetta verður gaman, velkomin inn á VESTEINN.COM

Kveðja

Véddi