You are here

Um Véstein

Komið þið sæl

Vésteinn Hafsteinsson heiti ég og er kannski mest þekktur sem frjálsíþróttaþjálfari og þá aðallega kringlukastsþjálfari auk þess sem ég hef líka þjálfað kúluvarpara frá hinum og þessum löndum.

Ég er 51 árs gamall og er frá Selfossi, ég er giftur Önnu frá Svíþjóð og við eigum þrjá krakka, Örn 14 ára, Olgu 11 ára og Albert 8 ára. Fjölskyldan býr í Växjö í Svíþjóð.

Ég er menntaður íþrótta og heilsufræðingur frá University of Alabama 1986, en var atvinnumaður í kringlukasti í 10 ár eftir skólagönguna í Bandaríkjunum. Eftir ferilinn sem kastari hef ég síðan verið þjálfari núna í 15 ár.

Ísland á hug minn allan þrátt fyrir að ég hafi verið búsettur erlendis í yfir 26 ár. Ég hef mikinn áhuga á hinum og þessum málefnum eins og stjórnmálum, félagsmálum, menntun, heilsufari auk þess sem fjölmiðlar hafa alla tíð heillað mig.

www.vesteinn.com er tilkomin út af mínum áhuga á að tengjast Íslandi meira í framtíðinni og geta látið eitthvað gott að mér leiða þó það tengist ekki beint kringlukasti eins og hingað til.

Kveðja

Véddi